Mfl. karla heldur til Kýpur

Meistaraflokkur karla fór í morgun til Kýpur en liðið leikur við Cyprus College í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik.

Báðir leikirnir fara fram ytra og verður leikið á Kýpur laugardag og sunnudag kl. 19:00 að staðartíma.

Cyprus College lék í fyrra við lið frá Finnlandi og Rússlandi. Liðið slóg finnska liðið nokkuð sannfærandi út úr evrópukeppninni en datt út á móti rússneska liðinu. Þá töpuðu þeir stórt á útivelli en unnu 7 marka sigur á heimavelli. Það verður því verðugt verkefni fyrir mfl. karla að spila báða leikina á útivelli.Mynd: Evrópudraumur Hauka hefst á Kýpur