Meistaraflokkur karla í handbolta er á fljugandi siglinu þessa daganna en liðið er eins og stendur efsta sæti N1-deildarinnar með 16 stig 3 stigum meira en næstu lið, Haukar eiga einnig leik til góða á næstu lið. Þessi góði árangur Hauka þýðir það að þeir fá að leika listir sínar á gólfum Strandgötu milli jóla og nýárs en þá verður leikinn Deildarbikar HSÍ.
Í vikunni fengu Haukar einnig þennan góða árangur metinn þegar að tveir af leikmönnum liðsins þeir Gylfi Gylfason hornamaður og miðjumaðurinn Tjörvi Þorgeirsson voru valdir í Úrvalslið fyrsta þriðjungs ásamt því að Aron Kristjánsson var valinn besti þjálfarinn.
Nú síðasta sunnudag sýndu strákarnir svo enn einn stórleikinn þegar að þeir köldrógu Valsmenn í 8-liða úrslitum Eimskipsbikarsins og eru þer með komnir í 4-liða úrslti sem leikinn verða í febrúar á næsta ári.
Það er samt skammt stórra högga á milli hjá liðinu en nú í kvöld leikur liðið við Akureyri fyrir norðann en sá leikur hefst kl. 19:00 og verður hann í beinni útsendingu hjá Spottv.is en útsendinguna má nálgast hér. Einnig er vert að benda á það að Akureyringar eru með fína upphitun fyrir leikinn á heimasíðu sinni en hana má nálgast hér.
Næsti heimaleikur hjá strákunum er á fimmtudaginn í næstu viku en þá mæta strákarnir liði Aftureldingar. Síðasti leikur fyrir jól er svo þann 19. desember þegar liðið leikur við FH í Kaplakrika.