Handboltatímabilið hefst með formlegum hætti í kvöld þegar fram fara leikir sem nefnast meistari meistaranna í karla og kvennaflokki. Um er að ræða leiki þar sem Íslandsmeistarar og bikarmeistarar síðasta tímabils mætast. Hjá stelpunum mætast Valur og ÍBV og karlamegin HK og okkar menn í Haukum. Leikur HK og Hauka er leikinn í Digranesi og hefst hann kl.20:00. Við hvetjum Haukafólk að sjálfsögðu til að fjölmenna á völlinn!