Meistararnir lagðir

Haukar lögð Njarðvík að velli 57-60 í Ljónagryfjuni á laugardag í Domino´s deild kvenna. Er þetta fyrsti sigur Hauka í Domino´s deildinni í vetur en fyrsti leikur tímabilsins sem var gegn Keflavík á miðvikudagskvöld tapaðist.

Þrátt fyrir að munurinn hafi verið lítill í lokin þá voru Haukar allan tímann yfir og náðu mest 16 stiga forystu.

Stigahæst hjá Haukum var Siarre Evans en hún var með sannkallaða tröllatvennu en hún skoraði 27 stig og tók 24 fráköst. Næstar henni voru þær Jóhanna Sveinsdóttir og Gunnhildur Gunnarsdóttir með 11 stig hvor.

Næsti leikur stelpnanna er á miðvikudag þegar nýbakaðiar Lengjubikarmeistarar og meistarar meistaranna Snæfell koma í heimsókn.

Tölfræði leiksins