Haukar lögðu í dag Val að velli 25-21 í árlegum meistaraleik HSÍ. Er þetta upphafið að handboltavertíðinni en Íslands- og bikarmeistarar síðasta tímabils mættust.
Eftir jafnan fyrri hálfleik voru Haukar sterkari í þeim seinni og unnu með fjórum mörkum.
Einar Örn Jónsson skoraði manna mest hjá Haukum eða fimm mörk, öll úr vítum og þeir Elías Már Halldórsson og Kári Kristjánsson komu næstir með fjögur mark hver.
Gísli Guðmundsson stóð sig vel á milli stanganna og varði 17 skot.
Á Mbl.is er viðtal við Aron Kristjánsson þjálfara Hauka.
Mynd: Gísli stóð sig vel í markinu í dag og varði 17 skot.