Meistarakeppni HSÍ á laugardaginn

Á laugardaginn næstkomandi verður leikið í Meistarakeppni HSÍ. En í þeirri keppni leika Íslandsmeistarar síðasta veturs gegn bikarmeisturunum.

Leikið verður í bæði karla og kvenna flokki og eru báðir leikirnir leiknir í Laugardalshöllinni.

Meistaraflokkur karla mun leika gegn Bikarmeisturum síðasta veturs, Vals klukkan 16:00. En fyrr um daginn leikur Stjarnan gegn Fylki í kvennaflokki, en þar sem Stjörnustelpur sigruðu bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn leika þær gegn Fylki sem lentu í 2.sæti í bikarkeppninni.

Miðaverð er 500 krónur, en miðinn gildir á báða leikina.

Við hvetjum allt Haukafólk að fjölmenna í „Höllina“ og hvetja strákana áfram.