Á næstkomandi þriðjudag, 29.september fer Meistarakeppni HSÍ fram í Laugardalshöllinni. Bæði er leikið í karla og kvenna flokki þennan dag. Meistarakeppni HSÍ er einn leikur þar sem Íslandsmeistararnir og bikarmeistararnir frá síðasta ári mætast.
Haukar leika því í karlaflokki og mæta þar bikarmeisturum Vals sem sigruðu Gróttu nokkuð örugglega í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Leikurinn hefst klukkan 20:30 og er miðaverð 1000kr. fyrir fullorðna og 500kr. fyrir börn.
Í kvenna flokki mætast Stjarnan og FH, en Stjarnan er ríkjandi Íslands-og bikarmeistarar en þær sigruðu FH í bikarúrslitunum. Sá leikur hefst klukkan 18:30.
Við hvetjum Haukafólk til að mæta á karlaleikinn og hvetja strákana til sigrus í fyrsta „alvöru“ leik vetrarins.