Síðasti leikur Meistaraflokks kvenna í fyrsta móti ársins, Faxaflóamótinu, fór fram á þriðjudaginn sl. og lauk með 3-2 sigri Hauka gegn GRV (sameinuðu liði Grindavíkur, Reynis og Víðis).
Áður höfðu Haukar gert jafntefli við ÍA (2-2) og tapað 3-4 gegn FH í sama móti. Leikurinn gegn GRV var jafn og spennandi líkt og hinir leikirnir í riðlinum og gefa góð fyrirheit fyrir sumrinu, en þar munu Hauka etja kappi við öll ofangreind lið. Næsta verkefni liðsins verður Lengjubikarinn sem hefst laugardaginn 5.apríl með leik Hauka og ÍBV á Ásvöllum og í kjölfarið fylgja leikir gegn sömu liðum og kappi var att við í Faxaflóamótinu.
Meistaraflokkur kvenna hefur æft mjög vel í vetur undir leiðsögn Guðmunds Magnússonar þjálfara og mun betri mynd komin á hópinn samanborið við á sama tíma í fyrra. Þá munu nokkrir sterkir leikmenn bætast við hópinn korteri fyrir mót en þeir eiga það sameiginlegt að vera við nám erlendis í vetur.
Sara heldur uppteknum hætti og setti tvö mörk í leiknum gegn GRV.