Meistaraflokkarnir í handbolda að gera það gott

Handboltavertíðin er við það að hefjast og flest lið eru á fullu að undirbúa sig undir komandi tímabil. Haukaliðin voru ein af þeim liðum sem tóku þátt í undirbúningsmótum um helgina og má með sanni segja að þau hafi gert það gott á þessum mótum en bæði lið unnu sín mót.

 

Meistaraflokkur kvenna tók þátt í UMSK-mótinu, ásamt HK, Aftureldingu og FH. Liðið byrjaði á því að mæta HK og höfðu þar betur í hörkuleik 20 – 19 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 11 – 8 en markahæðstar Haukastúlkna í leiknum voru Viktoría Valdimarsdóttir og Maria Gedroit  með 4 mörk.

Annar leikur Haukastúlkna var Hafnarfjarðarslagur gegn FH þar unnu okkar stúlkur aftur eins marks sigur 26 – 25 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 15 – 13. Marija Gedroit varð markahæst með 7 mörk og Karen Helga kom henni næst með 5 mörk. Í síðasta leik mótsins unnu Haukastúlkur sigur á Aftureldingu 31 – 15 en staðan í hálfleik var 18 – 10 og þær Viktoría Valdimarsdóttir og Karen Helga voru markahæstar með 5 mörk.

Þar af leiðandi unnu okkar stelpur mótið með 3 sigra í þremur leikjum og vonandi er að þetta gefi góð fyrirheit fyrir komandi tímabil.

Karlarliðið tók þátt í hinu árlega Hafnarfjarðarmóti þar sem mótherjarni voru FH, Valur og norska liðið Kristiansund. Mótið hófst á leik Hauka og Vals þar sem Haukar voru yfir í hálfleik 11 – 10 en töpuðu að lokum 25 – 24 þar sem Valsmenn skoruðu sigurmarkið á síðustu sekúndu leiksins. Fimm leikmenn liðsins urðu markahæðstir með 4 mörk þeir Árni Steinn Steinþórsson, Adam Haukur Baumruk, Einar Pétur Pétursson, Þröstur Þráinsson og Sigurbergur Sveinsson.

Næst i andstæðingur liðsins var Kristiansund þar sem okkar strákar höfðu betur 25 – 20 efir að hafa verið yfir í hálfleik 12 – 9. Markahæðstir Hauka í leiknum voru þeir Brynjólfur Snær Brynjólfsson og Elías Már Halldórsson með 6 mörk en markahæðstur í liði Kristiansund var Haukamaðurinn Gísli Jón Þórisson.

Í síðasta leik mótins var Hafnarfjarðarslagur en fyrir þann leik voru FH taplausir en ef Haukar myndu sigra þann leik myndu þeir vinna mótið. Haukamenn mættu grimmir til leiks og voru 14 – 10 yfir í hálfleik og fóru með sigur að lokum 28 – 24. Sigurbergur Sveinsson varð markahæðstur Haukamanna með 8 mörk en honum næst kom Elías Már Halldórsson með 6.

Þar af leiðandi eru Haukar Hafnarfjarðarmótsmeistarar 2013 og að móti loknu var lið mótsins valið og þar áttu Haukamenn 4 fulltrúa þá Einar Pétur Pétursson í vinstra horni, Sigurberg Sveinsson í stöðu leikstjórnanda, Elías Már Halldórsson í hægra horni og að lokum var Jón Þorbjörn Jóhannsson valinn varnarmaður mótsins.

 

 Vonandi að þessir sigrar séu bara það sem koma skal í vetur hjá þessum liðum. En tímablið hefst hjá stelpunum þann 21. september en strákarnir byrja örlítið fyrr en þann 13. og 14. september leika þeir í Evrópukeppninni gegn hollenska liðinu OCI – Lions en nánar verður fjallað um þá leiki þegar nær dregur. Áfam Haukar og gleðilega handboltavertíð.