Haukar mættu Skallagrím í gærkvöldi í 2. umferð Visa-bikars karla en leikið var í Borgarnesi. Haukar sem leika í 1. deild áttu í stökustu vandræðum með að landa sigri gegn heimamönnum sem leika í 3. deild en framlengja þurfti leikinn.
Hilmar Rafn Emilsson jafnaði leikinn 1-1 á síðustu andartökum leiksins en í framlengingunni var komið að Andra Janussyni en hann skorað þrennu á aðeins 18 mínútum og Haukar unnu 1-4 og eru því komnir áfram í 32-liða úrslitin. Inn í þau koma liðin í úrvalsdeild karla en þau sátu hjá í fyrstu umferðunum.
Dregið verður í 32-liða úrslitum á fimmtudag.
Mynd: Andri var á skotskónum í Borgarnesi í gær