Máni Mar semur við knattspyrnudeild Hauka

Knattspyrnudeild Hauka hefur samið við Mána Mar Steinbjörnsson og gerir hann tveggja ára samning við félagið.

Máni sem er fæddur árið 2000 er að ganga upp úr 2. flokki í meistaraflokk en hann tók þátt í einum leik með Haukum í Inkasso deildinni síðasta sumar.  Máni er gríðarlega sterkur varnarmaður sem getur leyst allar stöður í vörninni.

Knattspyrnudeild Hauka fagnar samningnum við Mána og bindur miklar vonir við hann á komandi árum.

Máni Mar og Gísli Aðalsteinsson sem er í meistaraflokksráði karla.