Lykilmenn framlengja

Mynd: Brynjólfur Jónsson

Undanfarnar vikur hefur hkd. Hauka framlegt samninga við marga af lykilmönnum meistaraflokks karla.

Þeir Atli Már Báruson, Halldór Ingi Jónasson, Heimir Óli Heimisson, Brynjólfur Snær Brynjólfsson, Adam Haukur Baumruk, Tjörvi Þorgeirsson og Darri Aronsson hafa allir verið burðarásar í meistaraflokki undanfarin ár og ætla sér stóra hluti með félaginu á komandi tímabilum.

Þetta eru sannarlega ánægjuleg tíðindi og ljóst að leikmannahópurinn verður áfram öflugur og liðið í góðri stöðu til að berjast áfram um alla titla sem í boði eru.

ÁFRAM HAUKAR!