Íslensku U15 ára liðin í körfubolta hefja keppni í dag á móti í Kaupmannahöfn. Lovísa Henningsdóttir er fulltrúi Hauka í ferðinni.
Íslensku liðin leika bæði tvo leiki í dag en vegna seinkunar á flugi Iceland Express til Kaupmannahafnar leika þau báða leikina í kvöld.
Mótið klárast á sunnudag.