Lokahóf meistaraflokka Hauka í knattspyrnu

HaukarFrábær árangur náðist í sumar, þó að ekki hafa tekist að komast í efstu deildir. Umspil hjá stelpunum og 3ja sætið hjá strákunum hlýtur að teljast góður árangur. Þessum árangri var fagnað í lokahófi meistaraflokkanna á laugardaginn var.
Þar voru einnig valdir bestu og efnilegustu leikmenn, ásamt því að velja Knattspyrnumann Hauka.
Efnilegustu leikmenn voru:

Konur: Sonja Björk Guðmundsdóttir
Karlar: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
Bestu leikmenn meistaraflokka voru:

Konur: Ellen Þóra Blöndal
Karlar: Daði Lárusson

Knattspyrnumaður Haukar árið 2011 er sannur Haukdrengur og fyrirliði karlaliðsins, Hilmar Trausti Arnarsson.

Knattspyrnudeildin óskar ofangreindum leikmönnum innlega til hamingju. Að lokum vill deildin þakka öllum þeim sjálfboðaliðum sem lagt hafa hönd á plóginn og einnig fráfarandi þjálfurum meistaraflokkanna sem láta nú af störfum en þeir Magnús Gylfason og Heimir Porca hafa báðir unnið frábært starf fyrir félagið og við óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni.