LOKAHÓF KNATTSPYRNUDEILDAR
Vegna fjölda áskorana hefur Knattspyrnudeild Hauka ákveðið að breyta formi lokahófsins komandi laugardag, 17. september. Ákveðið hefur verið að flauta af formlegan kvöldverð og skemmtidagskrá og í staðinn verður haldið partý milli 19:00 – 21:00 á Ásvöllum. Léttar veitingar verða í boði og barinn opinn.
Enginn aðgangseyrir. Við biðjum þá sem þegar hafa keypt miða á lokahófið velvirðingar og geta þeir komið á Ásvelli og fengið miðana endurgreidda.
Á sama tíma bjóðum við öllum velunnurum deildarinnar að koma og gleðjast með okkar knattspyrnufólki í stutta stund næstkomandi laugardag.
Dagskrá hefst stundvíslega klukkan 19:00 og fara þá fram verðlaunaafhendingar.
Knattspyrnudeild Hauka