Lokahóf 2010: Telma og Sævar best

Sævar Ingi Haraldsson og Telma Björk Fjalarsdóttir eru leikmenn tímabilsinsLokahóf meistaraflokka körfuknattleiksdeildarinnar fór fram í gærkvöldi. Fjölmenni fagnaði því þegar Telma Fjalarsdóttir og Sævar Ingi Haraldsson voru valin mikilvægust leikmenn tímabilsins hjá meistaraflokkunum.

Þeir Marel Örn Guðlaugsson og Lúðvík Bjarnason voru heiðraðir en þeir hafa ákveðið að leggja skóna á hilluna frægu. Marel hefur leikið samfellt með Haukum frá árinu 1999 og Lúðvík frá 1998 með stuttum viðkomum í Garðabæ og á Ísafirði.

Nokkrir leikmenn léku sinn fyrsta leik með meistaraflokkum félagsins á tímabilinu og fengu þeir viðurkenningu þess efnis en það voru: Davíð Páll Hermannsson, Alex Óli Ívarsson, Helgi Þorleiksson, Dagbjört Samúelsdóttir, Auður Íris Ólafsdóttir, Ína Sturludóttir, Inga Sif Sigfúsdóttir, Lovísa Björt Henningsdóttir og Árnína Lena Rúnarsdóttir.

Eftirfarandi leikmenn fóru yfir ákveðin leikjafjölda á tímabilinu:

Emil Barja 50 leikir
Helgi Björn Einarsson yfir 50 leikir
Ragna Margrét Brynjarsdóttir 100 leikir
Kristín Fjóla Reynisdóttir 100 leikir
Lúðvík Bjarnason 150 leikir
Ingvar Guðjónsson 200 leiki

Verðlaun kvöldsins:
Fjalarsmaður ársins: Ingvar Þór Guðjónsson
Fjalarskona ársins: María Lind Sigurðardóttir
Varnarmaður ársins: Helgi Björn Einarsson
Varnarkona ársins: Guðrún Ósk Ámundadóttir
Efnilegasti leikmaður mfl. kk: Örn Sigurðarson
Efnilegasti leikmaður mfl. kv: Margrét Rósa Hálfdanardóttir
Mestar framfarir í mfl. kv: Auður Íris Ólafsdóttir
Mestar framfarir í mfl. kk: Emil Barja
Mikilvægasti leikmaður mfl kv: Telma Björk Fjalarsdóttir
Mikilvægasti leikmaður mfl. kk: Sævar Ingi Haraldsson

Verðlaunahafar kvöldsins frá vinstri: Helgi Björn Einarsson,  Ingvar Þór Guðjónsson, Örn Sigurðarson, Sævar Ingi Haraldsson(fyrir  aftan Örn), Telma Fjalarsdóttir, Guðrún Ósk Ámundadóttir, Emil Barja,  Auður Íris Ólafsdóttir, Margrét Rósa Hálfdanardóttir og María Lind  Sigurðardóttir