Lokahóf 1×2 getrauna hjá Haukum var haldið með miklum myndarbrag sl. laugardag á Ásvöllum. Mikið fjölmenni mættu og þáði veglegar veitingar. Jón Björn Skúlason stjórnaði skemmtuninni af miklum myndarbrag og var það mál manna að kallinn hafi staðið sig einstaklega vel!
Krýndir voru sigurvegarar hópleiksins og fór leikar þannig að Steinn varð meistari í meistaradeild, í öðru sæti varð #Léttleikandi og í þriðja sæti F.C. Álaborg.
Í framrúðubikarnum varð Regal í fyrsta sæti, Pappi í öðru og í þriðja sæti var 2xE.