Haukastelpur hafa verið á mikilli siglingu það sem af er Lengjubikarsins en Haukar eru á toppi riðilsins taplausar. Í kvöld mæta þær liði Vals og er þetta loka leikur riðlakeppninnar. Með sigri þá tryggja stelpurnar sér sigur í B-riðli og réttinn til að leika til úrslita í keppninni um næstu helgi.
Leikurinn hefst kl. 19:15 og að sjálfsögðu er leikið á Ásvöllum.