Lengjubikarinn: Allir leikmennirnir komust á blað

Haukastelpur unnu öruggan sigur Hamri í kvöldHaukastelpur unnu Hamar 57-90 í Lengjubikarnum í kvöld en leikið var í Hveragerði. Stelpurnar áttu gott kvöld gegn 1. deildar liði Hamars og unnu öruggan sigur.

Allir leikmenn Hauka komust á blað í leiknum en Bjarni Magnússon notaði alla 12 leikmenn sína í kvöld. Margrét Rósa Hálfdanardóttir var stigahæst með 20 stig og Auður Íris Ólafsdóttir var með 13 stig.

Nýliðarnir Sylvía Rún Hálfdanardóttir, Þóra Kristín Jónsdóttir og Aldís Braga Eiríksdóttur skoruðu allar sín fyrstu stig fyrir meistaraflokk Hauka í kvöld.

Heimasíðan óskar þeim til hamingju.

Eftir þrjá leiki eru Haukar í öðru sæti með tvo sigra og eitt tap. Efsta liðið í riðlinum fer í úrslitaleikinn en hvert lið leikur fjóra leiki í riðlakeppninni.

Staðan í keppninni.