Lengjubikarinn að fara á stað

Þá fer síðasti hluti undirbúningstímabilsins hjá meistaraflokknum að hefjast, er Lengjubikarinn svokallaði hefst.

Fyrsti leikur okkar manna er gegn lærisveinum fyrrverandi landsliðsþjálfarans Guðjóns Þórðarssonar, ÍA. Leikurinn mun fara fram á Akranesi á sunnudaginn í höll þeirra, Akraneshöllin.

Leikurinn var flautaður á klukkan 17:00 af Einari Erni Daníelssyni.

Við bendum áhugasömum endilega að renna til Akranesar að horfa á boltann sem strákarnir hafa upp á að bjóða.

Næsti leikur liðsins er síðan viku seinna hér á höfuðborgasvæðinu. En tökum bara einn leik í einu.

Áfram Haukar.