Lengjubikarinn 2012: Riðlarnir klárir

Í dag var dregið í riðla í Lengjubikarnum hjá stelpunum og strákunum. Stelpurnar hafa titil að verja en eins og allir muna eftir þá stýrði Bjarni Magnússon stelpunum til sigurs í Lengjubikarnum í fyrra.

Lengjubikarinn hjá stelpunum er í september en hjá strákunum í október og nóvember.

Stelpurnar eru í A-riðli ásamt Snæfelli, Val, Fjölni og Hamri. Strákarnir eru einnig í A-riðli en með þeim eru Grindavík, Keflavík og Skallagrímur.

Sjá allt um Lengjubikardráttin hérna.