Bikarmeistarar Hauka munu spila annan leikinn á móti deildarmeisturum Snæfells í kvöld kl. 19:15 í Schenkerhöllinni.
Leikurinn er afar mikilvægur fyrir stelpurnar okkar þar sem þær töpuðu fyrsta leiknum á útivelli í miklum baráttuleik þar sem varnarleikurinn var í aðalhlutverki.
Nú þurfa stelpurnar hvatningu til að ná að jafna einvígið. Stelpurnar eru ákveðnar í að spila betur sóknarlega en þær gerðu í síðasta leik. Þær hafa búið til hvatningarsöng sem hægt er að sjá á eftirfarandi vefslóð á karfan.is.
Haukar geta stígið stórt skref í átt að titlinum í kvöld með sigri og því er mjög mikilvægt að Haukafólk mæti í rauðu í pallana í kvöld og styðji liðið.