Leikur númer tvö í kvöld!

Haukar

Handboltastrákarnir spila leik númer tvö  í kvöld við ÍR. Síðasti leikur var sannkallaður háspennuleikur þar sem úrslitin ræðust ekki fyrr en í síðasti skoti á síðustu sekúndu. Því miður fyrir okkur féll þetta ÍR megin þá. Nú er leikur tvö í kvöld og strákarnir eru staðráðnir í að vinna leikinn og koma einvíginu í 1-1.

Mikilvægt er því að allt Haukafólk fjölmenni í kvöld og hvetji strákanna áfram enda ÍR verið það lið sem hefur verið með flesta áhorfendur á heimavelli og má því reikna með fullu húsi þeirra megin.

Bjarni Fritzon, þjálfari Akureyrar var í handboltasíðunni handbolti.org tekinn í forvitnilegt viðtal þar sem hann fer yfir styrkleika og veikleika ÍR og Hauka. Við mælum með að fólk kíki á það sem Bjarni hefur að segja með því að smella hér

Austurberg í kvöld klukkan 20.00, þar eiga allir Haukar að vera!