Á laugardaginn verður sannkallaður stórleikur í 1.deild karla þegar okkar menn í Haukum heimsækja BÍ/Bolungarvík heim. Eins nafnið gefur til kynna fer leikurinn fram fyrir vestan, á Ísafirði. Leikurinn verður flautaður á klukkan 14:00.
Þar sem um mikilvægan leik er að ræða, líklega einn mikilvægasta leik Hauka í nokkur ár er eftirvæntingin fyrir leiknum mikil. All-in Sportbar sem er í eigu Hauka-bræðra hafa því ákveðið að bjóða til veislu hjá sér á laugardaginn.
Þar sem allir heimaleikir BÍ/Bolungarvíkur eru sýndur á netinu verður leikurinn varpaður á risaskjá á All-in og verður sannkallað Hauka-tilboð á mat og drykk á meðan leik stendur. Þetta er tilvalið fyrir alla Haukara að koma saman og horfa á leikinn og mynda góða stemningu og senda góða strauma vestur á firði til strákana. Þeirra bíður erfitt verkefni.
Haukar eru fyrir leikinn í 2.sæti deildarinnar með 35 stig. Stigi á eftir Grindavík sem eru á toppnum. BÍ/Bolungarvík eru einungis tveimur stigum á eftir Haukum í fimmta sæti deildarinnar. Einungis þrjár umferðir eru eftir af deildinni og því er mikið undir í öllum þeim leikjum sem eftir eru.
Við hvetjum alla Haukara fyrir vestan að kíkja á Torfnesvöllinn og þá Haukara sem eru í bænum að fjölmenna á All-in Sportbar, sem staðsettur er við Stakkahraun 1 í Hafnarfirði (Bakvið Hótel Hafnarfjörð). Þetta er nýr staður sem opnaði fyrr í sumar.
Hauka-tilboðið:
Stór: 500kr.
Pizza og stór: 2000 kr.
Einnig eru hamborgarar og annað á matseðlinum.