Á fimmtudaginn var fast tekist á í Eyjum í leik nr. 2 á milli Hauka og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar voru betri í fyrri hálfleik en Eyjamenn í þeim síðari og náðu að landa mikilvægum sigri gegn okkar mönnum, 25 – 23. Þessi sigur þýðir að nú er staðan 1 – 1 í einvíginu og mjög mikilvægt að við náum að sigra í dag því það er ekki góð staða að fara 1 – 2 undir til Eyja.
Stemmningin var rosaleg á leiknum í gær og allir áhorfendur voru virkir en eðlilega flestir á bandi heimamanna. Haukamenn í stúkunni eiga hrós skilið fyrir sitt framlag. Nú þurfum við að leika þennan leik á Ásvöllum. Við þurfum að fylla stúkuna og við þurfum að fá ALLA til að vera með frá fyrstu mínútu leiksins, með slíkan stuðning er ég viss um að okkar menn munu ná að sigra í leiknum í dag. Leikurinn hefst kl. 16:00 og mætið endilega tímalega.
Nú mæta allir í rauðu með bros á vör og tilbúnir að láta vel í sér heyra og styðja okkar menn til sigurs.
Áfram Haukar!