Í dag, fimmtudag, heldur úrslitaeinvígi Hauka og ÍBV áfram um hvort liðið muni hampa Íslandsmeistaratitlinum. Staðan er 1 – 0 fyrir Hauka og mjög mikilvægt að halda áfram á þessari braut og landa sigri á erfiðum útivelli í Eyjum. Mikilvægt er að strákarnir finni fyrir stuðningi á pöllunum og því verður boðið upp á hópferð frá Ásvöllum. Rútan fer frá Ásvöllum kl. 16:30 og eru 50 sæti í boði. Þeir sem ætla að tryggja sér sæti í rútunni vinsamlegast sendið póst á Guðjón á netfangið: gudjonag@heimsnet.is ATH: búið er að bæta við annarri rútu vegna góðrar eftirspurnar.
Herfjólfur leggur af stað rétt fyrir 19:00 og komið verður beint í leikinn sem hefst kl. 19:45. Heimferð er síðan strax eftir leik en búið er að fresta henni til að við getum náð bátnum en áætluð brottför frá Eyjum er 21:30.
Annar möguleiki fyrir stuðningsmenn er að fara með sömu ferð og liðið fer. Þá verður fólk að koma sér sjálft til Landeyjarhafnar og taka Viking tours bátinn sem fer af stað kl. 16:00. Ferðin kostar kr. 3.500 en allir fara síðan með sömu ferð með Herfjólfi til baka en verðskrá Herfjólfs má sjá hér.
Vonandi geta sem flestir farið til Eyja en við eigum rúmlega 100 sæti örugg á leikinn.
Áfram Haukar!