Leikur í kvöld!

HaukarÍ kvöld fara stelpurnar í heimsókn í Digranesið þar sem fram fer leikur milli Hauka og HK. Þetta er annar leikurinn í B-úrslitum, en á föstudaginn var sigruðu okkar stelpur Gróttu á Ásvöllum. Hefst hann klukkan 18:30.

Fjölmennum á leikinn og styðjum stelpurnar okkar.

Leikur í kvöld

Meistaraflokkur kvenna spilar í kvöld sinn næstsíðasta leik í 1. deildinni þetta sumarið leikurinn er á móti toppliði HK/Víkings og er hann klukkan 18:30 á Víkingsvelli. Ég hvet sem flesta Haukamenn til að mæta á leikinn og bera augum fyrsta A-landsliðsmann Hauka augum sem og aðrar stelpur í Hauka liðinu. Haukar eru sem stendur í 4. sæti riðilsins með 21 stig en HK/Víkingur er með 30 í efsta sætinu en þær eru næst öruggar með þa sæti sem og Haukar með 4. sætið.

Leikur í kvöld

Við minnum á að í kvöld fer fram leikur Hauka og Stjörnunnar í meistaraflokki karla. Leikurinn fer fram á Ásvöllum og hefst klukkan 20:00.
mfl.ka. DHL deild

Haukar og Stjarnan hafa ekki mæst í vetur. Síðast þegar liðin mættust var það 4.mars 2006. Þá hafði Stjarnan betur 33-28 í Ásgarði.

Þessi lið mættust aðeins 10 dögum áður en þá hafði Stjarnan betur í úrslitaleik SS bikarkeppinnar í Laugardalshöll, 24-20.

Haukar og Stjarnan hafa mæst 11 sinnum síðan 2001. 7 leikir hafa endað með sigri Haukamanna, 3 leikir hafa endaði með Stjörnusigri og einn leikur endað með jafntefli. Markatalan í þessum 11 leikjum er 340-281 Haukum í vil.

Eins og staðan er í DHL deild karla núna eru Haukamenn í 4. sæti með 4 stig eftir 4 leiki. Liðið hefur sigrað einn leik, gert tvö jafntefli og tapað einum leik. Markatalan er 117 – 122. Stjörnumenn eru í 7. sæti með 2 stig eftir 4 leiki. Liðið hefur sigrað einn leik og tapað þremur. Markatala Stjörnunnar er 108 – 113.

Eftir fyrstu þrjá leikina sögðu þjálfarar Stjörnunnar, Sigurður Bjarnason og Magnús Teitsson, upp störfum og nú hefur nýr þjálfari tekið við, Kristján Halldórsson. Hann stjórnar liðinu í kvöld í sínum fyrsta leik.

Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Stjörnunnar frá því í fyrra.
Komnir:
Elías Már Halldórsson úr HK
Ólafur Víðir Ólafsson úr ÍBV
Árni Þorvarðarson úr Guðrún IF
Volodymyr Kysil úr Zaprozhtransformator í Úkraníu
Hermann Ragnar Björnsson úr Jacentut Mataro á Spáni
Farnir:
Guðlaugur Garðarsson til FH
Arnar Freyr Theódórsson til HF Mors í Danmörku
Kristján S. Kristjánsson til Fredericia HK 1990 í Danmörku
Sæþór Ólafsson til HK
Elvar Már Theódórsson til FH
Jacek Koval til ÍR.

Á liði Haukamanna urðu mun minni breytingar frá því í fyrra:
Komnir:
Magnús Sigmundsson úr FH
Björn Ingi Friðþjófsson úr Fram að láni
Farnir:
Halldór Ingólfsson til Stavanger Handball í Noregi
Birkir Ívar Guðmundsson til TuS N-Lubbecke í Þýskalandi

ÁFRAM HAUKAR!!