KICK-OFF
TAKTU FRÁ FÖSTUDAGINN 4. MAÍ KL. 19.30
Upphitun fyrir fótboltasumarið verður haldin föstudaginn 4. maí á Ásvöllum en þá verða leikmenn meistaraflokks karla og kvenna og nýir þjálfarar kynntir til sögunnar fyrir stuðningsmönnum.
Um er að ræða skemmtikvöld þar sem Hauka konur og karlar ætla að gera sér glaðan dag. Leikmenn verða með skemmtiatriði o.fl.
Verð aðeins 1.500 kr. og innifalið er hamborgari og drykkur að eigin vali.
Taktu frá kvöldið og taktu þátt skemmtilegri upphitun fyrir spennandi fótboltasumar með félögum í Haukum.
Forsala aðgöngumiða er á Ásvöllum