Leikmannakynning hjá mfl. karla og kvenna í handbolta

HaukarÁ morgun, miðvikudag, verður árleg leikmannakynning hjá meistaraflokkunum í handbolta. Kynning mun fara fram í forsal veislusalarins Ásvöllum og hefst hún kl. 20.00. Þetta er kjörið tækifæri fyrir stuðningsmenn Hauka til að fjölmenna og hlusta á þjálfara liðana fara yfir leikmannamálin o.fl. Okkar maður í stjórn Hauka í horni, Lúðvík Geirsson, mun fara yfir veturinn framundan og einnig mun formaður deildarinnar, Þorgeir Haraldsson, segja nokkur orð. Við vonumst til að sjá sem flesta.

Áfram Haukar!