Á morgun, þriðjudaginn 17. september, mun fara fram leikmannakynning hjá meistaraflokkum félagsins.
Kynningin hefst kl. 20:00 á Ásvöllum og er það von okkar að sem flestir úr stuðningsmannahópnum okkar frábæra sjái sér fært að mæta en léttar veitingar verða á boðstólum.
Þar mun einnig nýr talsmaður Hauka í horni frá handboltanum, Lúðvík Geirsson, vera með smá ræðu um komandi vetur.
Fyrstu leikir okkar í deildinni eru:
Karlaliðið: 19. september n.k. Vodafonehöllin Valur – Haukar
Kvennaliðið: 21. september n.k. Ásvellir Haukar – Stjarnan
