Leikir okkar Haukafólks í vikunni

Í vikunni fara fram 5 leikir hjá Haukaliðunum þremur.
Á morgun, þriðjudag, taka stelpurnar okkar á móti Framstelpum klukkan 20:00 á Ásvöllum.
Á miðvikudag er stórleikur í úrvalsdeild karla. Þá fara strákarnir okkar í heimsókn í Safamýrina og spila við Fram klukkan 20:00.
Á föstudag verða tveir leikir. Strákarnir í ungmennaliðinu leikur sinn annan leik þegar þeir fara í heimsókn í Mosfellsbæinn og heimsækja UMFA klukkan 19:00. Á sama tíma leika stelpurnar okkar í Vestmannaeyjum gegn ÍBV.
Það er svo vel við hæfi að enda vikuna á Evrópuleik. Á sunnudaginn taka strákarnir okkar á móti liði Conversano frá Ítalíu í síðari leik liðanna. Strákarnir töpuðu síðastliðinn laugardag með einu marki á Ítalíu, 31-32, og verða því að sigra leikinn. Leikurinn hefst klukkan 20:00.
Mætum öll á leikina og styðjum okkar fólk til sigurs.
ÁFRAM HAUKAR!!!