Leikdagar í Lengjubikarnum – Tvíhöfði gegn FH

Nú er komið á hreint hvernig leikjadagskráin lítur út í Lengjubikar karla og kvenna 2009. Haukar eru eins og heimasíðan greindi frá í riðli með FH í karla- og kvennaflokki og því verður um skemmtilegan grannaslag að ræða á undirbúningstímabilinu.

Fyrsti leikur mfl. karla er laugardaginn 21. febrúar í Akraneshöllinni en þá mæta þeir Víkingi Ólafsvík. Stelpurnar hefja leik 27. mars gegn ÍA í Akraneshöllinni.

Föstudaginn 17. apríl verður sannkallaður Hafnarfjarðar slagur en þá mætast Haukar og FH kl. 18:30 á Ásvöllum í mfl. karla og svo strax í kjölfarið eða kl. 20:30 etja liðin kappi að ný en þá í mfl. kvenna.

Lengjubikar karla – allir leikir
Lengjubikar kvenna – allir leikir

Mynd: Haukamenn að fagna einu af mörgum mörkum sínum síðasta sumar – stefan@haukar.is