Leik FH og Hauka, sem átti að fara fram á morgun í Kaplakrika, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Ástæða frestunarinnar er sviplegt fráfall eins af stuðningsmönnum FH.
Haukar senda fjölskyldu og ættingjum og öðrum sem eiga um sárt að binda vegna þessa máls innilegar samúðarkveðjur.
Hkd. Hauka.