Nú á einungis eftir að spila tvær umferðir fram að úrslitaleik getraunaleiks-Hauka. Við viljum hvetja ykkur öll til að mæta milli kl 10-13 hitta vini og félaga og tippa sem aldrei fyrr. Það er búinn að vera frábær stemning alla laugardagsmorgna og viljum við sjá ykkur kæra Haukfólk sem flest. Við erum stærsta félag bæjarins og höfum svo sannarlega sýnt það í þessum getraunaleik. Ungir, gamlir, konur, karlar reyndir, óreyndir eiga alltaf séns í getraunum.
Kveðja frá Haukar-getraunum