Þeir voru hressir og lausir við alla morgunþreyttu strákarnir 14 sem mættu á æfingu í Íþróttahúsinu á Ásvöllum morgun klukkan 08:00. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem knattspyrnudeildin er með æfingar laugardagsmorgna kl: 08:00.
Á okkar fyrstu æfingu var stutt upphitun og svo var spilað á tveimur stórum völlum. Strákarnir voru því á fullu í 60 mínútur og eiga hrós skilið að hafa sofnað snemma í gærkveldi og mætt á æfingu í morgun.
Vonandi mæta fleiri strákar næstu helgi.
Glæsilegt hjá ykkur!!!!
Næsta æfing er á morgun og þá á eldra árið að mæta kl: 12:00 í Víðistaðarskóla en yngra árið kl: 13:00 á sama stað.