Langur laugardagur hjá Haukum

Á laugardaginn næstkomandi verður nóg að gera á Ásvöllum, en þá verða þrír lmeistaraflokks leikir á Ásvöllum.

Fyrst hefja stelpurnar leik klukkan 14:00 gegn Gróttu. Gróttu stelpur sigruðu fyrsta leik sinn í deildinni gegn FH en Hauka stelpurnar töpuðu gegn Stjörnunni.

Klukkan 16:00 leikur síðan meistaraflokkur karla gegn Akureyri. Lið Akureyris tapaði fyrsta leiknum í deildinni gegn FH fyrir norðan, en Haukar sigruðu Stjörnuna í fyrsta leiknum. Leikir þessa liðana eru oftast en ekki afar jafnir og spennandi.

Dagurinn lýkur svo á leik í 1.deild karla, en þá leikur Haukar U gegn Gróttu. En sá leikur hefst klukkan 18.15. Grótta tapaði fyrsta leiknum gegn Selfoss í deildinni en Haukar U leiða deildina eftir 17 marka sigur á Fjölni í fyrsta leik. 

Við hvetjum alla til að fjölmenna á leikina.