Landsliðsmenn á æfingu hjá Haukum í dag

Haukar

Það verður fjölmennt á meistaraflokksæfingu hjá Haukum í handknattleik á eftir. Um óhefðbundna æfingu er að ræða, því margir fyrrum liðsmenn Hauka sem nú leika með íslenska landsliðsinu verða með á æfingu.

Í dag klukkan 16:30 er æfing hjá meistaraflokki. Liðið undirbýr sig þessa dagana fyrir undanúrslita-einvígið gegn ÍR sem hefst í næstu viku. 

Við erum að tala um að landsliðsmennirnir Kára Kristján Kristjánsson, Þórir Ólafsson, Stefán Rafn Sigurmannsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson verða með á æfingu. Einnig verður Vignir Svavarsson á staðnum, en hann sleit krossbönd fyrr á árinu en hann mun sjá um vatnsbrúsana á æfingunni.

Þetta verður opin æfing fyrir Haukafólk, og fá iðkendur í yngri flokkum Hauka tækifæri til að heilsa upp á landsliðsmennina og eftir æfinguna, sem lýkur 18:00 fá krakkarnir tækifæri til að fara í vítakeppni með öllum leikmönnum meistaraflokks. Einnig verður hægt að fá mynd af sér með landsliðsmönnunum og verða þeir einnig með glaðning fyrir þá sem skara framúr í vítakeppninni. Til að mynda munu þeir gefa heppnum iðkendum landsliðsbúninga og búninga frá félagsliðum þeirra.

Ástæðan fyrir því að þessir leikmenn eru allir hér á landi, er að nú styttist í landsliðsverkefni og æfði landsliðið hér á landi í gær og í dag og fer landsliðið síðan til Slóveníu eftir miðnætti. Ísland mætir Slóveníu 3.apríl ytra í undankeppni EM.

Við hvetjum allt Haukafólk og þá sérstaklega yngri kynslóðina að mæta á Ásvelli og hitta landsliðsstjörnunar okkar.

1.apríl!