8. flokkur drengja spilaði í gærkvöldi til úrslita um Íslandsmeistarartitilinn á mót ríkjandi Íslandsmeisturum KR í DHL höllinni. Leikurinn verður skráður í sögubækur þar sem þurfti fjórar framlengingar til að knýja fram úrslit, en KR sigraði með 8 stigum eftir að Haukarnir höfðu leitt mestan hluta leiksins.
Leikurinn byrjaði kl. 18:30 og var ekki lokið fyrr en klukkan var langt gengin 21:00. Í 8. flokki er spilað í fjölliðamóti og voru Haukarnir búnir að sigra þrjá leiki og voru að spila sinn síðasta leik í mótinu á móti KR. Hauka strákarnir voru að spila sinn annan leik þetta kvöld en KR að spila sinn fyrsta leik, en þeir voru búnir að vinna báða leiki sína sem þeir spiluðu deginum á undan.
Haukarnir byrjaði gríðarlega vel og baráttan var til fyrirmyndar hjá liðinu. Þeir leiddu allan leikinn og er um 3. mín. voru eftir af leiknum leiddu Haukar með 8 stigum (50-42). KRingar sýndu mikla baráttu og reynslu í lokin og náðu að jafna leikinn og knýja fram framlengingu.
Allt ætlaði um koll að keyra hjá áhorfendum en mikil stemning var í pöllunum en enginn átti eftir að gruna hvað átti eftir að koma í ljós.
Haukarnir voru komnir í mikil villuvandræði og misstu fljótlega þrjá af sínum lykilmönnum útaf með 5 villur og KRingar misstu tvo leikmenn. Í fyrstu framlengingunni þá skiptust liðin á forystu en Haukar náðu að stela boltanum er 6 sek. voru eftir og fara í hraðarupphlaup en mistókst skot til að tryggja sér sigurinn. Haukar náðu síðan að tryggja sér fjórðu framlenginguna með góðri lokasókn en í þeirri fjórðu voru strákarnir orðnir mjög þreyttir og KR náði að tryggja sér ótrúlegan sigur.
Hauka strákarnir geta borið höfuðið hátt uppi. Þeir sigruðu þrjá leiki örugglega og spiluðu ótrúlegan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil, leik sem á eftir að lifa lengi í minnuingunni, þó svo úrslitin hafi verið sár. Strákarnir hafa sýnt gríðarlegar framfarir í vetur og var einstaklega gaman að horfa á þá spila og getur Pétur þjálfari gengið stoltur frá borði eftir tímabilið.
Til hamingju með silfrið og frábæran árangur strákar. Haukar óska KR til hamingju með titilinn en þeir voru jafnbesta liðið í vetur og áttu titilinn skilið.
Áfram Haukar.