Látinn er Loftur Eyjólfsson

Haukar logo fréttirOkkar ágæti félagi og Haukamaður Loftur Eyjólfsson lést í morgun á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, 63 ára að aldri.

Loftur hefur um árabil átt við langvarandi sjúkdóm að stríða.

Ekki verður ferill hans í félaginu rakinn hér en fáir eiga jafn langan og farsælan feril sem Loftur á á íþróttasviðinu og við hin ýmsu stjórnunarstörf.

Félagið sendir fjölskyldu Lofts einlægar samúðarkveðjur