Fyrr í vikunni valdi Þorlákur Árnason landsliðsþjálfari U-17 ára landsliðs kvenna 25 manna úrtakshóp sem boðaður hefur verið á æfingar næstu helgi.
Í þeim hópi er Lára Rut Sigurðardóttir leikmaður Hauka. Lára Rut var fyrir stuttu í Svíþjóð á reynslu hjá kvennaliði Jitex sem vann sér þáttökurétt til að leika í úrvalsdeildinni á næsta ári nýverið. En þetta var hluti af verðlaunum fyrir góðan námsárangur í Afreksskóla Hauka.
Með Láru fór Arnar Aðalgeirsson leikmaður 3.flokks karla en hann fór á reynslu til stórliðs IFK Gautaborgar.
Við óskum Láru til hamingju með að vera valin í úrtakshópinn og það verður spennandi að sjá til hennar á næstu arum.
Hópinn í heild sinni má sjá hér.