Vikuna 19.-23. okt. 2009 verður sérstök kynningarvika í handbolta fyrir 7. flokk kvenna. Flokkurinn er fyrir allar stelpur á aldrinum 8-9 ára eða þær sem eru í 3.-4. bekk.
Leikmenn meistaraflokks kvenna munu kíkja við á æfingum og kenna stelpunum helstu töfrabrögð handboltans. Eftir síðustu æfingu vikunnar verður pizzupartý fyrir stelpurnar.
Æfingar eru á eftirfarandi tímum:
Þriðjudagur kl. 18:00-19:00 Hraunvallaskóli
Miðvikudagur kl. 18:00-19:00 Hraunvallaskóli
Föstudagur kl. 17:00-18:00 Ásvellir
Það kostar aðeins 500 krónur að æfa þessa viku og innifalið í því er gjaldi er pizza, gos og Haukaarmband.
Vonumst til að sjá sem flestar á æfingu.
Haukakveðja, Raggi og Sigrún þjálfarar s: 864-4765 sigrun.brynjolfsdottir@reykjavik.is.