Haukar fengu á föstudaginn liðsstyrk fyrir baráttuna í Pepsi-deild kvenna næsta sumar þegar félagið staðfesti komu þriggja nýrra leikmanna.
Þetta eru þær Sonný Lára Þráinsdóttir og Hrefna Lára Sigurðardóttir sem koma frá Fjölni og Dagbjört Agnarsdóttir sem snýr aftur til félagsins eftir eins árs fjarveru.
Hægt er að lesa meira um leikmennina á Fótbolti.net sem og stutt viðtal við Salih Heimi Porcha þjálfara liðsins.
Fréttina má nálgast hér.