Handknattleiksdeild Hauka hefur samið við Litháísku skyttuna Mariju Gedroit. Marija var síðustu viku í heimsókn og skoðun hjá Haukum. Það var samdóma álit þjálfaranna Einar Jónssonar og Harra Kristjánssonar að hún muni styrkja liði Hauka verulega á komandi keppnistímabil. Marija sem er 25 ára rétthent skytta og miðjumaður lék í Pólsku úrvalsdeildinni síðasta vetur, þar sem hún skoraði 172 mörk.
Marija mun flytja til landsins á næstu vikum og hefja æfingar með liðinu. Kvennalið Haukar hafa styrkt leikmanna hópinn talsvert frá síðustu leiktíð og er frekari tilkynninga frá liðinu að vænta á næstu dögum.
Valdimar Óskarsson
Formaður Handknattleiksdeildar Hauka
Tel: 8404021