Heimasíðan náði fyrirliðanum Kristrúnu Sigurjónsdóttir af tali eftir leikinn og spurði hana útí gengi liðssins á haustmánuðum.
Kristrún stóð stig vel í sigurleiknum á móti Snæfell 81-56 en Kristrún var með 24 stig 6 stoðsendingar og 4 fráköst.
Mynd: Kristrún Sigurjónsdóttir – Arnar Freyr Magnússon
Hver var munurinn á liðunum í dag? Liðsheildin hjá okkur skilaði þessum sigri í dag, vörnin góð að halda þeim í 56 stigum.
Nú hefur gengi liðsins í deildinni verið ævintýranlegt í vetur. Er ekki gaman að spila undir svona kringumstæðum? Jú, það voru fáir sem höfðu trú á þessu og því er þetta ennþá meira gaman að vera á toppnum.
Hver er munurinn á liðinu í ár og í fyrra? Höfum meira gaman af þessu en áður. Komin meiri reynsla í liðið frá því í fyrra.

Nú eigið þið KR-B í bikarnum næstkomandi fimmtudag verða allar klárar í þann leik? Já, aðsjálfsögðu eins og í alla aðra leiki.
Hvert er markmið liðssins í vetur? Eigum við ekki bara að segja að við erum á réttri leið með þau.