Kristófer Máni lánaður til Aftureldingar

Haukar hafa lánað Kristófer Mána Jónasson tímabundið til Aftureldingar en Kristófer sem er 19 ára á árinu hefur verið einn af hægri hornamönnum meistaraflokks karla undanfarin ár. Kristófer hefur einnig leikið með U liði Hauka síðustu tímabil þar sem hann hefur verið einn af lykilmönnum liðsins. Þar að auki varð Kristófer Máni Íslandsmeistari með 3. flokki Hauka á síðasta tímabil.Núna í sumar var hann valinn í U19 ára landslið Íslans sem lék á Evrópumóti U19 ára liða í ágúst.

Afturelding hefur verið í miklum meiðsla vandræðum hjá leikmönnum sínum og óskuðu þeir eftir að fá Kristófer Mána lánaðann. Haukar hafa orðið við þeirri beiðni og verður Kristófer á láni hjá Aftureldingu tímabundið. Haukar óska Kristófer góðs gengis í Mosfellsbænum þar sem hann fær nú dýrmæta reynslu og hlakka til að fá hann aftur reynslunni ríkari.