Kristinn Pétursson hefur verið valinn í lokahóp U17 landsliðsins í fótbolta sem tekur þátt í undanriðli EM.
Undanriðillinn verður spilaður hér á Íslandi dagana 22.-27. september. Fyrsti leikur liðsins er við Kasakstan á Grindavíkurvelli í dag 22. september kl. 16, annar leikurinn fer fram á fimmtudag við Grikkland á Laugardalsvelli og svo á sunnudag mætir liðið Danmörku á Nettóvellinum í Reykjanesbæ.
Kristinn hefur áður tekið þátt í stórum verkefnum fyrir Íslands hönd m.a. í sumar á Opna Norðurlandamótinu sem haldið var í Svíþjóð þar sem liðið vann til bronsverðlauna og einnig tryggði þetta lið sér bronsverðlaun á Ólympíleikum ungmenna sem haldnir voru í Kína í ágúst á síðasta ári.
Við óskum Kristni velfarnaðar í komandi átökum og erum stollt af okkar unga Haukafólki.