Kristín og Rakel framlengja

Systurnar Kristín Björk og Rakel Lilja Hjaltadætur hafa gert samning við knattsyrnudeild Hauka en báðar eru uppaldar hjá félaginu.
Kristín er fædd árið 2005 og á að baki 19 leiki með meistaraflokki. Rakel er fædd árið 2006 og á að baki 27 leiki með meistaraflokki og hefur skorað tvö mörk.
Þær systur eru afar mikilvægur hluti af leikmannahópi meistaraflokks kvenna, bæði innan vallar sem utan og fagnar stjórn knattspyrnudeildar að þær hafi skrifað undir samninga við deildina.