Tveir ungir leikmenn fengu sínar fyrstu mínútur með Haukum á Íslandsmótinu í gærkvöldi en þeir Alex Óli Ívarsson og Helgi Þorleiksson komu inná í sínum fyrsta meistaraflokksleik fyrir Hauka.
Mikið hefur verið rætt um það í vetur hve mikil breidd er í Haukaliðinu en einn helsti styrkleiki Haukaliðsins er hve margir leikmenn leggja af mörkum en Pétur Ingvarsson spilar venjulega á 10-11 leikmönnum fyrstu 12 mínúturnar.
Í gærkvöldi fengu þeir Alex Óli og Helgi sitt fyrsta tækifæri og stóðu þeir sig ágætlega.
Mynd: Helgi Þorleiksson og Alex Óli Ívarsson spiluðu í gærkvöldi – stefan@haukar.is
Alex Óli kemur er 19 ára gamall og er á yngra ári í unglingaflokki. Hann er uppalinn hjá félaginu.
Helgi er einnig 19 ára gamall og því einnig á yngra ári í unglingaflokki. Hann gekk til liðs við Hauka fyrir veturinn frá Stjörnunni. Helgi var viðloðandi meistaraflokk Stjörnunnar í fyrra og kom inn á þremur leikjum í úrvalsdeildinni.
Heimasíðan óskar strákunum til hamingju með fyrsta leikinn.
Mynd: Helgi og Alex Óli í leiknum í gærkvöldi – stefan@haukar.is