Komnir með bakið upp að vegg

HaukarHaukar eru komnir með bakið upp að vegg í einvígi sínu við HK í 4-liða úrslitum N1-deildar karla um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta eftir tap í kvöld fyrir HK í Digranesinu 21-18.

Líkt og í fyrsta leik liðanna á miðvikudagskvöldið sl. var leikurinn mjög jafn og spennandi allt þar til í stöðunni 15-15 þegar 10 mínútur voru eftir að HK-ingar gáfu í, stungu okkar drengi af á lokakaflanum og unnu sætan sigur.

Miklu munaði fyrir Haukaliðið að Gylfi Gylfason fékk sýna þriðju brottvísun og þar með útilokun undir lok fyrri hálfleiks og liðið því án eins síns sterkasta leikmanns allan síðari hálfleik og munar um minna. Hins vegar var Haukaliðið einfaldlega ekki að spila nægjanlega góðan sóknarleik í heild þó svo að vörnin hafi verið fín og því fór sem fór. 

Þetta tap þýðir að Haukar verða hreinlega að vinna HK í Schenkerhöllinni á mánudag eða fara í snemmbúið sumarfrí ella. Haukar þurfa nú raunar að sigra þrjá leiki í röð til að fara í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. Það er langt því frá að vera ógerlegt og því engin ástæða til að leggja árar í bát. Strákarnir hafa náð frábærum árangri í vetur og hefur undirritaður enga trú á að þeir ætli sér í sumarfrí strax. Haukar! Fjölmennum á Ásvelli á mánudag í þriðja leik rimmunar við HK og kvetjum okkar menn til sigurs!

Í leiknum í kvöld voru þeir Freyr Brynjarsson, Sveinn Þorgeirsson og Stefán Rafn Sigurmannsson markahæstir, allir með 4 mörk. Aron Rafn Eðvarðsson varði 13 skot í markinu og Birkir Ívar Guðmundsson 2.