„Æft eins og atvinnumaður“
Knattspyrnudeild Hauka í samstarfi við knattspyrnuþjálfunar félagið Ask Luka ehf. býður upp á frábær knattspyrnunámskeið á Ásvöllum í sumar fyrir stráka og stelpur á aldrinum 10 til 15 ára, undir yfirskriftinni „æft eins og atvinnumaður“. Námskeiðin eru hluti af starfsemi íþróttaskóla Hauka sem fer fram á Ásvöllum í sumar.
Á námskeiðunum verður lögð áhersla á grunntækni í knattspyrnu og einstaklingsþjálfum. Í tengslum við kennsluna verða videofundir þar sem farið verður yfir tækniatriði. Námskeiðin verða síðan brotin upp með skemmtilegum uppákomum, svo sem heimsóknum atvinnumanna, landsliðsfólks og þjálfara í fremstu röð, og fleira skemmtilegt.
Námskeiðið byrjar á miðvikudaginn 10. júní og stendur yfir í allt sumar eða frá skólaslitum grunnskóla í júní til byrjunar skólaárs í ágúst. Hvert námskeið nær yfir eina viku, 4 tíma á dag. Námskeiðin hefjast stundvíslega kl. 9:30, en gert er ráð fyrir að nemendur mæti upp úr 9. Þeim lýkur kl. 13:25. Námskeiðin eru eftir atvikum tengd við æfingatíma knattspyrnudeildar. Hádegismatur er innifalinn í námskeiðs gjaldinu.
Almennt verð fyrir viku námskeið er kr. 12.000. Boðið er upp á afslátt er keypt eru fleiri en eitt námskeið í einu, sem felur jafnframt í sér systkina afslátt. Þá eru vikur með frídögum með afslætti. Nánari upplýsingar og skráning á námskeiðin eru á heimasíðunum www.askluka.is og síðunni www.haukar.is undir íþróttaskóli Hauka.
Dagur á námskeiðinu gæti verið þannig:
09:30 – grunntækni; 10:30 – einstaklingsþjálfum; 11:30 – videofundur; 12:00 – matur; 12:30 – gestur; 13:00 – skallatennis; 13:25 – lok námskeiðs.
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest í sumar.